Laugavegur og Skólavörðustígur 2012

María Marko vann í sumar með göngugöturnar Laugaveg og Skólavörðustíg og gerði göturnar líflegri með innsetningum og götugrafík.

Austurbakki 2012

Hönnunarteymið Red Carpet tóku fyrir Austurbakka við Höfnina og styrktu leiðina frá miðbænum að Hörpu með röð af fánum. Hópurinn merkti einnig svæðið með línum á jörðinni sem tengja saman allt Hafnarsvæðið.

Hönnunarteymið Red Carpet eru þeir Massimo Santanicchia,Ragnar Már…

Torg í biðstöðu – Hugmyndafræðin

Verkefni Reykjavíkurborgar, Torg í biðstöðu snýst um að lífvæða biðsvæði með tímabundnum lausnum. Hér talar Hans Heiðar Tryggvason, annar tveggja verkefnisstjóra um hugmyndafræðina á bakvið verkefnið.

Biðsvæðastjórar 2012

Hlutverk biðsvæðastjóra í verkefninu Torg í biðstöðu var að lífga upp á nokkur svæði í úthverfum borgarinnar og virkja rekstraraðila á svæðunum til að vinna með borgarrýmið.

Bæjarins Bezta Torg 2012

Hönnunarteymið Rúmmeter tók að sér torgið við Bæjarins Beztu á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu og einnig hluta Hafnarstrætis og kom þar fyrir sérhönnuðum bekkjum. Hópurinn sótti innblástur í vegglistaverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu við hönnun bekkjanna.

Hönnunarteymið Rúmmeter eru þau…

Sumargötur – Sumarið 2012

Annað sumarið í röð var hluta Laugavegs og hluta Skólavörðustígs breytt í göngugötu. Laugavegur á milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs var göngugata frá 17. júní til 20. ágúst.  Skólavörðustígur átti upphaflega að vera göngugata sama tímabil en var framlengd um viku að…

Óðinstorg 2012

Tilraunir hafa verið gerðar á Óðinstorgi síðustu tvö sumur þar sem bílastæði hafa verið fjarlægð tímabundið og sýndu tilraunirnar hversu vel Óðinstorg virkar sem íbúatorg frekar en bílastæði.

Í sumar tók hönnunarteymið Óðinstorg að sér auða lóð við torgið og…

Bæjartún 2012

Hönnunarteymið Mót kom fyrir fallegum sérhönnuðum bekkjum á nýjum áningarstað á Bæjartúninu í Vogahverfi.  Bæjartúnið liggur milli Gnoðarvogs og Suðurlandsbrautar og þar hefst ein af vinsælli göngu- og hjólaleiðum borgarinnar. MÓT eru þau Baldur Helgi Snorrason, Guðrún Harðardóttir og Katla…

Árbæjartorg 2012

Hönnunarteymið The Turf Network unnu í sumar með svæði við kirkju og grunnskóla í Árbæ. Teymið hefur lifgað upp á torgið með setuaðstöðu og matjurtarræktun og hefur innsetningin vakið mikla ánægju á meðal íbúa svæðisins.

The Turf Network eru þau…

Káratorg 2012

Hönnunarteymið Endurskoðendur borgarinnar lífguðu  í sumar upp á Káratorg með nýrri setuaðstöðu.Torgið sem er við gatnamót Njálsgötu, Frakkastígs og Kárastígs hefur áður verið nýtt sem bílastæði. Með innsetningu hópsins á torginu hefur notkunin gjörbreyst og svæðið iðar af lífi.

Endur-skoðendur…

Snekkjuvogur 2012

Hönnunarteymið Barabúmm vann með grænt svæði við Rúnuróló sem liggur við Snekkjuvog. Á svæðinu er lítil skeifa með hellulögðu plani í miðju. Á planið komu þær fyrir sviði og héldu skemmtilega hverfishátíð í júlí. Teymið samanstendur af þeim Elsu Ýr Bernhardsdóttur,…

Fógetagarður 2012

Fógetagarðurinn liggur ofan á Víkurkirjugarði, aldagömlum kirkjugarði Reykvíkinga í Kvosinni. Suðvesturhorn garðsins afmarkast af Aðalstræti og Kirkjustræti, en háar byggingar standa við norður- og austurhliðar hússins. Lítil starfssemi liggur beint að garðinum, þar hefur verið lítið um að vera og…

Laugavegur sumarið 2011

Hluta Laugavegs var breytt í göngugötu 1. júlí síðastliðinn og var göngugata um fimm vikna skeið í tilraunaskyni. Þegar götunni var lokað var áætlað að hafa hana göngugötu í mánuð en að óskum verslunarmanna var göngugatan framlengd um…

Ingólfstorg og Bernhöftstorfa

Á Ingólfstorgi er ýmislegt um að vera og oft margt um manninn. Þó eru ákveðnir þættir sem vinna gegn því að mannlíf skapist á torginu. Veggir umlykja torgið og slíta það frá umhverfi sínu. Lítil sem engin tenging er…

Göngugötur í biðstöðu

Innsetningar og borgarhúsgögn á Laugavegi og Austurstræti.

Íbúatorg í biðstöðu

Í íbúahverfum miðborgarinnar eru nokkur svæði með sameiginlega sérstöðu sem hafa verið í umræðunni hjá hópi fólks í nokkur ár. Lengi hefur verið litið á þessi svæði sem afgangssvæði og þau hafa verið notuð sem bílastæði. Götunet

Viðhorfskönnun – samanburður fyrir og eftir tilraun

Borghildur stóð fyrir viðhorfskönnun um göngugötutilraunina á Laugavegi bæði áður en tilraun hófst og eftir að henni lauk. Könnunin var tvítekin til að athuga hvort, og þá hvernig, viðhorf rekstraraðila og vegfarenda breyttist við að upplifa götuna án bíla.

Fyrir…

Viðhorf rekstraraðila til göngugötu

Borghildur ræddi við eigendur Brynju, Scandinavian, Aftur, Michelsen úrsmiða og Götu um göngugötuna Laugaveg. Viðtölin voru tekin í lok júní og byrjun ágúst.